Norður
♠ Á8643
♥ K72
♦ 984
♣ Á10
Vestur
♠ 1095
♥ DG985
♦ Á3
♣ D64
Austur
♠ DG7
♥ 64
♦ KG52
♣ G983
Suður
♠ K2
♥ Á103
♦ D1076
♣ K752
Suður spilar 3G.
Nærri helmingur paranna, eða átta af sautján sem sátu í NS í Íslandsmótinu í tvímenningi, reyndi 3G í spilinu að ofan. Þar af höfðu fimm erindi sem erfiði og tveimur tókst raunar að fá 10 slagi.
En geimið tapaðist við þrjú borð. Toppinn fengu Hrannar Erlingsson og Gunnar Björn Helgason sem náðu samningnum þrjá niður. Þar opnaði Gunnar Björn í vestur á veikum 2♥, Bjarni Einarsson í norður sagði 2♠ og Matthías Þorvaldsson lauk sögnum með 3G.
Gunnar Björn spilaði út ♥D sem Matthías drap í borði og spilaði tígli enda þurfti hann að minnsta kosti einn tígulslag. En Hrannar í austur var glaðvakandi, hoppaði upp með kóng til að verja innkomu vesturs og spilaði hjarta. Matthías gaf einu sinni en drap síðan á ás, spilaði spaða á ás og tígli á drottninguna. En Gunnar Björn átti ásinn, tók hjartaslagina og vörnin fékk slagi á tígul og spaða í lokin.