Dagur Benediktsson náði bestum árangri Íslendinganna þriggja sem kepptu í tíu kílómetra göngu með hefðbundinni aðferð á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu í Þrándheimi í Noregi í gær. Dagur, sem keppir fyrir SFÍ, endaði í 53
Dagur Benediktsson náði bestum árangri Íslendinganna þriggja sem kepptu í tíu kílómetra göngu með hefðbundinni aðferð á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu í Þrándheimi í Noregi í gær. Dagur, sem keppir fyrir SFÍ, endaði í 53. sæti af 107 keppendum og var rúmum þremur mínútum á eftir Norðmanninum Johannesi Klæbo sem kom fyrstur í mark. Ástmar Helgi Kristinsson úr SFÍ endaði í 90. sæti og Fróði Hymer í 93. sæti.