Minning Sólveigar Anspach árið 2007. Hennar er minnst með verðlaunum.
Minning Sólveigar Anspach árið 2007. Hennar er minnst með verðlaunum. — Morgunblaðið/G.Rúnar
Verðlaun kennd við kvikmyndagerðarkonuna Sólveigu Anspach, sem lést árið 2015, verða veitt í áttunda sinn á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavik, RIFF, nú í haust á sérstöku stuttmyndakvöldi. Verðlaunin voru sett á fót árið 2015 til að heiðra…

Verðlaun kennd við kvikmyndagerðarkonuna Sólveigu Anspach, sem lést árið 2015, verða veitt í áttunda sinn á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavik, RIFF, nú í haust á sérstöku stuttmyndakvöldi.

Verðlaunin voru sett á fót árið 2015 til að heiðra minningu Sólveigar og hvetja ungar konur til dáða í kvikmyndaleikstjórn. Eru þau veitt konum fyrir fyrstu stuttmynd þeirra á frönsku annars vegar og fyrstu stuttmynd á íslensku hins vegar, tungumálum Sólveigar. Keppnin er aðeins opin stuttmyndum eftir konur.

Þegar hefur verið tilkynnt hvaða konur hljóta verðlaunin í ár. Val dómnefndar í flokki mynda á frönsku er Sur la Touche eftir Kahina Ben Amar og í flokki mynda á íslensku er það Brúðurin eftir Hjördísi Jóhannsdóttur. Hjördís fékk auk þess boð á Alþjóðlegu stuttmyndahátíðina í Clermond-Ferrand í Frakklandi.