Forystufólk Vestfirðinga mun á allra næstu dögum ræða við fulltrúa stjórnvalda og fleiri um þá stöðu sem upp er komin varðandi flug til Ísafjarðar. Icelandair tilkynnti fyrr í vikunni að félagið myndi í sumarlok á næsta ári hætta að fljúga til Ísafjarðar og ráða þar breyttar aðstæður í samhangandi flugi félagsins til Grænlands. „Ég hef ekki áhyggjur af því að áætlunarflug til Ísafjarðar leggist af. Stóra verkefnið núna er að eyða þeirri óvissu sem upp er komin,“ segir Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs á Ísafirði.
Hjá Norlandair eru menn tilbúnir að skoða möguleikana á að hefja flug til Ísafjarðar, ef aðstæður og forsendur skapast. » 2