Hans Jóhannsson
Hans Jóhannsson
Kvartett Hans Jóhannssonar fiðlusmiðs mun í dag, miðvikudaginn 5. mars kl. 12.15, koma fram í syrpunni Tónlistarnæring í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Hans er bæjarlistamaður Garðabæjar og hefur búið til strengjahljóðfæri í rúm 40 ár, bæði fyrir innlenda og erlenda hljóðfæraleikara

Kvartett Hans Jóhannssonar fiðlusmiðs mun í dag, miðvikudaginn 5. mars kl. 12.15, koma fram í syrpunni Tónlistarnæring í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Hans er bæjarlistamaður Garðabæjar og hefur búið til strengjahljóðfæri í rúm 40 ár, bæði fyrir innlenda og erlenda hljóðfæraleikara. Hann fagnaði fyrir rúmu ári 40 ára starfsafmæli með yfirlitssýningu í Ásmundarsal þar sem hljóðfæri hans voru sýnd og viðburðir haldnir.

Á tónleikunum í Garðabæ munu gestir njóta þess að heyra leikið á hljóðfæri Hans, af hljóðfæraleikurunum Auði Hafsteinsdóttur og Matthíasi Stefánssyni á fiðlu, Fidel Atla Quintero Gasparssyni á víólu og Örnólfi Kristjánssyni á selló. Hans mun einnig segja stuttlega frá tilurð kvartettsins. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.