Þrenna Abby Claire Beeman í baráttunni í Garðabænum í gær en hún fór mikinn og skoraði 32 stig, tók þrettán fráköst og gaf tólf stoðsendingar.
Þrenna Abby Claire Beeman í baráttunni í Garðabænum í gær en hún fór mikinn og skoraði 32 stig, tók þrettán fráköst og gaf tólf stoðsendingar. — Morgunblaðið/Hákon
Hamar/Þór gerði góða ferð í Garðabæinn og sigraði Stjörnuna, 78:72, í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gær. Með sigrinum fór Hamar/Þór upp úr níunda sæti, upp fyrir Stjörnuna og Tindastól og upp í það sjötta

Hamar/Þór gerði góða ferð í Garðabæinn og sigraði Stjörnuna, 78:72, í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gær. Með sigrinum fór Hamar/Þór upp úr níunda sæti, upp fyrir Stjörnuna og Tindastól og upp í það sjötta. Hamar/Þór, Stjarnan og Tindastóll eru nú öll með 16 stig og á leið í úrslitakeppnina eins og sakir standa en Grindavík er í 9. sætinu með 14 stig.

Hamar/Þór lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik. Staðan eftir hann var 43:32 og tókst Stjörnunni ekki að jafna í seinni hálfleik en munurinn varð minnstur tvö stig þegar skammt var eftir, 72:70.

Abby Beeman átti stórleik fyrir Hamar/Þór, skoraði 32 stig, tók 13 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Hana Ivanusa bætti við 14 stigum. Denia Davis- Stewart skoraði 27 stig og tók 20 fráköst fyrir Stjörnuna. Ana Paz og Diljá Ögn Lárusdóttir gerðu 12 stig hvor.