Öflugur Sigvaldi Björn Guðjónsson fór mikinn í Meistaradeildinni.
Öflugur Sigvaldi Björn Guðjónsson fór mikinn í Meistaradeildinni. — Morgunblaðið/Eyþór
Hornamaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson er í liði umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu í handbolta eftir glæsilega frammistöðu með Kolstad frá Noregi gegn þýska liðinu Magdeburg í B-riðli keppninnar síðasta fimmtudag

Hornamaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson er í liði umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu í handbolta eftir glæsilega frammistöðu með Kolstad frá Noregi gegn þýska liðinu Magdeburg í B-riðli keppninnar síðasta fimmtudag. Sigvaldi átti sannkallaðan stórleik og skoraði níu mörk í leiknum sem lauk með sigri Kolstad, 31:27. Kolstad er í sjötta sæti riðilsins eð 11 stig, líkt og Magdeburg, en sex efstu liðin komast áfram í útsláttarkeppnina.