Jöfnunarmark Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Borussia Dortmund á Signal Iduna Park í Dortmund í gær.
Jöfnunarmark Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Borussia Dortmund á Signal Iduna Park í Dortmund í gær. — AFP/Ina Fassbender
Hákon Arnar Haraldsson reyndist hetja Lille þegar liðið heimsótti Borussia Dortmund í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta í Dortmund í Þýskalandi í gær. Leiknum lauk með jafntefli, 1:1, en Hákon Arnar jafnaði metin fyrir Lille með laglegri afgreiðslu á 68

Hákon Arnar Haraldsson reyndist hetja Lille þegar liðið heimsótti Borussia Dortmund í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta í Dortmund í Þýskalandi í gær.

Leiknum lauk með jafntefli, 1:1, en Hákon Arnar jafnaði metin fyrir Lille með laglegri afgreiðslu á 68. mínútu eftir að Jonathan David hafði sent íslenska landsliðsmanninn í gegn með fallegri stungusendingu. Áður hafði Karim Adeyemi komið Dortmund yfir með föstu skoti utan teigs á 22. mínútu.

Þetta var annað mark Hákons í Meistaradeildinni á tímabilinu en alls hefur hann skorað sjö mörk í 28 leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni.

Síðari leikur Lille og Borussia Dortmund fer fram í Lille í Frakklandi þann 12. mars.