— Ljósmynd/Instagram/thatsmarmelade
Marmalade, dragdrottning frá Cardiff í Wales, hefur tryggt sér sæti í Guinness-heimsmetabókinni með stórkostlegum kjól skreyttum 1.862 páskaliljum – fleiri blómum en nokkru sinni áður. Hún saumaði hverja einustu páskalilju í gulan dúk og þurfti að halda þeim rökum til að þær héldust ferskar

Marmalade, dragdrottning frá Cardiff í Wales, hefur tryggt sér sæti í Guinness-heimsmetabókinni með stórkostlegum kjól skreyttum 1.862 páskaliljum – fleiri blómum en nokkru sinni áður. Hún saumaði hverja einustu páskalilju í gulan dúk og þurfti að halda þeim rökum til að þær héldust ferskar.

„Þetta er líklega það næsta sem ég kemst því að vinna í íþrótt,“ grínaðist Marmalade þegar hún fékk viðurkenninguna. Hún var á meðal ástsælustu keppenda í sjöttu þáttaröð RuPaul’s Drag Race UK en féll úr leik í úrslitaþættinum.

Nánar um málið á K100.is.