Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Gestir veittu því athygli að Dagur B. Eggertsson leitaði ráða hjá Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta Íslands, þegar haldið var upp á afmæli Japanskeisara 21. febrúar síðastliðinn. Af því tilefni var Dagur spurður um ráðgjafa og hvort…

Gestir veittu því athygli að Dagur B. Eggertsson leitaði ráða hjá Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta Íslands, þegar haldið var upp á afmæli Japanskeisara 21. febrúar síðastliðinn.

Af því tilefni var Dagur spurður um ráðgjafa og hvort Ólafur Ragnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Kristján Guy Burgess, fyrrverandi ráðgjafi Ólafs Ragnars og aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra 2009-2013, væru meðal þeirra einstaklinga sem hann leitar til.

Fólk sem þekkir vel til

„Ég hlusta eftir því sem þau segja og fleira fólk. Við eigum fólk sem þekkir vel til og hefur tjáð sig í fjölmiðlum að undanförnu í þessum efnum,“ segir Dagur sem kallar eftir því að meiri fjármunum verði varið í rannsóknir og opna lýðræðislega umræðu um þessi mál (sjá grein yfir ofan). „Þannig að við hoppum ekki bara á fyrstu hugmyndina sem er sett fram eða eina matið í þessari stöðu því að það er alltaf betra að ræða hlutina og rýna þá áður en við sláum hlutum föstum.“

Ingibjörg Sólrún var utanríkisráðherra í stjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar sem var við völd frá árinu 2007 og fram til 1. febrúar 2009. Össur var utanríkisráðherra þegar ríkisstjórn Samfylkingar og VG sótti um aðild að ESB sumarið 2009.

Kristján Guy var fréttamaður þegar hann starfaði fyrir Ólaf Ragnar fyrir forsetakosningarnar 1996, að því er segir í Sögu af forseta, ásamt Gauta, bróður Dags. Össur lýsir samstarfi sínu við Kristján í bók sinni Ár drekans.