Blómasnagi Snagi eftir Hönnu Dís Whitehead sem sjá má á sýningunni.
Blómasnagi Snagi eftir Hönnu Dís Whitehead sem sjá má á sýningunni.
Samsýningin Snagar – Hooked var opnuð nýverið í Hakk Gallery, Óðinsgötu 1. Þar sýna 30 hönnuðir, listamenn, handverksfólk og arkitektar veggsnaga í sinni fjölbreyttustu mynd, efni og formi

Samsýningin Snagar – Hooked var opnuð nýverið í Hakk Gallery, Óðinsgötu 1. Þar sýna 30 hönnuðir, listamenn, handverksfólk og arkitektar veggsnaga í sinni fjölbreyttustu mynd, efni og formi. Í tilkynningu segir að þátttakendur séu bæði innlendir og erlendir, með margs konar bakgrunn og reynslu, nýútskrifaðir sem og landskunnir. „Inntak sýningarinnar er einfalt en um leið flókið í einfaldleika sínum: Hvað er snagi?“

Sýningin er afturlit til sambærilegrar sýningar sem haldin var í Gallerí Greip á Listahátíð 1996. Nokkrir þátttakenda þeirrar sýningar taka nú þátt aftur, tæpum 30 árum síðar. Sýningin stendur til 31. mars.