Naomi Watts skellir sér í hundana.
Naomi Watts skellir sér í hundana. — AFP/Michael Tran
Vinátta Naomi Watts stendur í stórræðum í sinni nýjustu kvikmynd sem heitir einfaldlega The Friend. Gamall vinur hennar, sem Bill Murray leikur, geispar golunni og skilur eftir sig risavaxinn hund af gerðinni stóridani, sem Watts tekur í góðmennsku sinni að sér

Vinátta Naomi Watts stendur í stórræðum í sinni nýjustu kvikmynd sem heitir einfaldlega The Friend. Gamall vinur hennar, sem Bill Murray leikur, geispar golunni og skilur eftir sig risavaxinn hund af gerðinni stóridani, sem Watts tekur í góðmennsku sinni að sér. Fyrir utan að passa andskoti illa inn í venjulega íbúð á Manhattan þá kemur í ljós á hundurinn saknar eiganda síns mun meira en flestir mennskir vinir hans. Miðillinn The Wrap er ánægður með myndina sem hann segir dansa á mörkum gleði, sorgar og súrsætu en missi aldrei sjónar á léttleikanum sem haldi henni gangandi. Leikstjórar eru Scott McGehee og David Siegel en byggt er á skáldsögu Sigridar Nunez.