Holstebro Jóhannes Berg Andrason fer til Danmerkur eftir tímabilið.
Holstebro Jóhannes Berg Andrason fer til Danmerkur eftir tímabilið. — Morgunblaðið/Eggert
Handknattleiksmaðurinn Jóhannes Berg Andrason, hægri skytta Íslandsmeistara FH, hefur samið við danska úrvalsdeildarfélagið Holstebro, sem Arnór Atlason þjálfar. Gengur hann til liðs við Holstebro að yfirstandandi tímabili loknu

Handknattleiksmaðurinn Jóhannes Berg Andrason, hægri skytta Íslandsmeistara FH, hefur samið við danska úrvalsdeildarfélagið Holstebro, sem Arnór Atlason þjálfar. Gengur hann til liðs við Holstebro að yfirstandandi tímabili loknu. Jóhannes, sem er 21 árs, hefur leikið með FH síðustu þrjú tímabil og varð Íslands- og deildarmeistari með FH á síðasta ári. Hann hefur frá komu sinni frá Víkingi úr Reykjavík verið lykilmaður í liðinu.