Vigdís Hafliðadóttir
Vigdís Hafliðadóttir
Leikhúslistakonur senda út ákall um frið með ljóðalestri og tónlist á viðburði sem ber yfirskriftina Friðarvaka í Fríkirkjunni, milli kl. 16 og 21 í dag, laugardaginn 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna

Leikhúslistakonur senda út ákall um frið með ljóðalestri og tónlist á viðburði sem ber yfirskriftina Friðarvaka í Fríkirkjunni, milli kl. 16 og 21 í dag, laugardaginn 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Segir í tilkynningu að gestir geti komið og farið að vild og aðgangseyrir sé enginn en tekið verði á móti frjálsum framlögum sem renni til verkefnisins Gervifætur til Gaza sem stofnað var til í samstarfi Össurar Kristinssonar og Félagsins Ísland – Palestína.

Meðal tónlistarflytjenda má nefna þau Arnmund Ernst Backmann, Möggu Stínu, Margréti Kristínu Sigurðardóttur (Fabulu), Pamelu De Sensi og Vigdísi Hafliðadóttur og ljóð lesa meðal annars þær Júlía Hannam, Lilja Þórisdóttir, Ólöf Sverrisdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Salvör Aradóttir og Vilborg Halldórsdóttir.