Þessi örn var til meðferðar í Húsdýragarðinum 2012 vegna grútarbleytu.
Þessi örn var til meðferðar í Húsdýragarðinum 2012 vegna grútarbleytu. — Morgunblaðið/Ómar
„Úti í Evrópu er það orðið sjaldgæfur viðburður að sjá fugla, að maður nú ekki minnist á verpandi fugla. Það er markmið okkar í Fuglaverndunarfélagi Íslands að skila landinu með ósnertu fuglalífi til afkomenda okkar.“ Þetta sagði Úlfar…

„Úti í Evrópu er það orðið sjaldgæfur viðburður að sjá fugla, að maður nú ekki minnist á verpandi fugla. Það er markmið okkar í Fuglaverndunarfélagi Íslands að skila landinu með ósnertu fuglalífi til afkomenda okkar.“

Þetta sagði Úlfar Þórðarson, læknir og fuglaáhugamaður, í þættinum „Tveggja mínútna símtal“ í Morgunblaðinu snemma í mars 1965. Helst vildi blaðamaður fræðast um örninn.

„Í dag eru 7 verpandi pör af erninum til á Íslandi. Ég vil helzt ekki segja frá því, hvar þessir ernir eru, því að fólk er einkennilega skilningslaust á þá nauðsyn að láta þessi hreiður í friði. Örninn er mjög viðkvæmur fyrir allri umferð. Það er raunar stórhættulegt fyrir vernd hans í dag, að fólk sé að flækjast kringum varpstaði hans. Ef ég segði frá varpsstöðum arnarins, myndi fólk flykkjast þangað og skaðinn væri ófyrirsjáanlegur. Auðvitað er það ekkert leyndarmál, að örninn er einungis á lífi í dag á Vestfjörðum,“ sagði Úlfar.