Sýrland Sýrlensk fjölskylda á ferð á mótorhjóli í úthverfi Damaskus.
Sýrland Sýrlensk fjölskylda á ferð á mótorhjóli í úthverfi Damaskus. — AFP/Bakr Alkasem
Nærri 300 þúsund flóttamenn hafa snúið til Sýrlands frá öðrum löndum eftir að Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta landsins, var steypt af stóli í desember sl. að sögn Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna

Nærri 300 þúsund flóttamenn hafa snúið til Sýrlands frá öðrum löndum eftir að Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta landsins, var steypt af stóli í desember sl. að sögn Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Celine Schmitt, talsmaður stofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í gær að 900 þúsund manns til viðbótar, sem hefðu flúið heimili sín en verið áfram í Sýrlandi, hefðu nú snúið aftur til síns heima. Áætlað væri að um milljón manns sem hefst við í flóttamannabúðum og á svæðum í norðurhluta Sýrlands myndi snúa aftur á næstu mánuðum.

Flóttamannastofnunin segir að yfir 14 milljónir Sýrlendinga hafi flúið heimili sín frá því borgarastríðið hófst í landinu árið 2011. Talið er að yfir hálf milljón manna hafi týnt lífi í þeim átökum.