— Skjáskot/Facebook
Bandarísk yfirvöld hafa varað við því að sleppa gullfiskum út í náttúruna eftir að risavaxinn gullfiskur fannst í vatni í Pennsylvaníu. Slíkir fiskar geta raskað vistkerfum með því að éta mikið, róta upp botni og fjölga sér stjórnlaust

Bandarísk yfirvöld hafa varað við því að sleppa gullfiskum út í náttúruna eftir að risavaxinn gullfiskur fannst í vatni í Pennsylvaníu. Slíkir fiskar geta raskað vistkerfum með því að éta mikið, róta upp botni og fjölga sér stjórnlaust.

Þótt gullfiskar ættu almennt ekki að lifa af í íslenskri náttúru hafa þeir samt sést hér. Nýlega veiddi skarfur gullfisk við Elliðaárnar og sumarið 2020 sást annar synda í ánum. Í vötnum þar sem volgt vatn rennur gætu þeir mögulega lifað lengur en ætla mætti.

Yfirvöld í Bandaríkjunum leggja áherslu á að gæludýrafiskum sé aldrei sleppt út í náttúruna, þar sem áhrifin á lífríkið geta verið ófyrirsjáanleg – og það sama á líklega við hér á landi.

Nánar um málið á K100.is.