Grannaslagur Ólafur Ólafsson fyrirliði Grindvíkinga í leiknum í gærkvöldi.
Grannaslagur Ólafur Ólafsson fyrirliði Grindvíkinga í leiknum í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Eyþór
Grindavík er ein í fimmta sæti úrvalsdeildar karla í körfubolta með 22 stig eftir sigur á grönnum sínum í Njarðvík, 122:115, í framlengdum spennuleik í Smáranum í gærkvöldi er 20. umferðinni lauk. Grindvíkingar eiga því enn möguleika á að enda í…

Grindavík er ein í fimmta sæti úrvalsdeildar karla í körfubolta með 22 stig eftir sigur á grönnum sínum í Njarðvík, 122:115, í framlengdum spennuleik í Smáranum í gærkvöldi er 20. umferðinni lauk.

Grindvíkingar eiga því enn möguleika á að enda í einu af fjórum efstu sætunum og vera með heimaleikjarétt í úrslitakeppninni.

Var staðan 111:111 eftir venjulegan leiktíma eftir að Bragi Guðmundsson jafnaði fyrir Grindavík á vítalínunni. Grindvíkingar voru svo sterkari í framlengingu. DeAndre Kane skoraði 29 stig fyrir Grindavík. Dwayne Lautier-Ogunleye gerði 30 fyrir Njarðvík.

Grannaslagur Stjörnunnar og Álftaness var töluvert minna spennandi því Stjarnan vann Garðabæjarslaginn með 40 stigum, 116:76. Stjörnumenn eru í öðru sæti með 30 stig. Álftanes er með 20 stig í 6. sæti. Jase Febres skoraði 27 stig fyrir Stjörnuna. David Okeke skoraði 18 fyrir Álftanes.