„Tilfinningin er frábær. Ég er mjög ánægð með þetta næsta skref hjá mér,“ sagði Elín Rósa Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið. Hún skrifaði á fimmtudag undir tveggja ára samning við þýska félagið…
„Tilfinningin er frábær. Ég er mjög ánægð með þetta næsta skref hjá mér,“ sagði Elín Rósa Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið. Hún skrifaði á fimmtudag undir tveggja ára samning við þýska félagið Blomberg-Lippe og gengur til liðs við það að yfirstandandi tímabili með Val loknu. Hjá Blomberg-Lippe hittir Elín Rósa fyrir tvo liðsfélaga sína í íslenska landsliðinu, þær Díönu Dögg Magnúsdóttur og Andreu Jacobsen. » 49