Úrvalsdeild Lucien Christofis úr ÍA með boltann gegn Fjölnismönnum.
Úrvalsdeild Lucien Christofis úr ÍA með boltann gegn Fjölnismönnum. — Morgunblaðið/Eyþór
ÍA leikur í efstu deild karla í körfubolta á næstu leiktíð í fyrsta skipti í aldarfjórðung en liðið tryggði sér sigur í 1. deildinni í gærkvöldi með sigri á Fjölni á útivelli, 106:97. Victor Bafutto skoraði 22 stig fyrir ÍA

ÍA leikur í efstu deild karla í körfubolta á næstu leiktíð í fyrsta skipti í aldarfjórðung en liðið tryggði sér sigur í 1. deildinni í gærkvöldi með sigri á Fjölni á útivelli, 106:97. Victor Bafutto skoraði 22 stig fyrir ÍA.

Ármann tryggði sér sæti í úrvalsdeild kvenna með öruggum sigri á varaliði Stjörnunnar á heimavelli, 102:57. Leikur Ármann á meðal þeirra bestu á næsta tímabili í fyrsta skipti frá árinu 1960. Jónína Þórdís Karlsdóttir skoraði 24 stig fyrir Ármann.