ECHO LIMA Eitt af verkum Önnu Júlíu.
ECHO LIMA Eitt af verkum Önnu Júlíu.
Anna Júlía Friðbjörnsdóttir opnar sýningu sína ECHO LIMA í BERG Contemporary í dag, laugardaginn 8. mars, klukkan 16 en sýningin stendur til og með 26. apríl. Segir í tilkynningu að heiti sýningarinnar sé merkið „EL“ úr kerfinu sem standi fyrir…

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir opnar sýningu sína ECHO LIMA í BERG Contemporary í dag, laugardaginn 8. mars, klukkan 16 en sýningin stendur til og með 26. apríl. Segir í tilkynningu að heiti sýningarinnar sé merkið „EL“ úr kerfinu sem standi fyrir beiðnina Repeat the distress position:

„Hér eru boðin stöfuð út í Morse-kóða á veggi sýningarsalarins með 95 ættum koparplötum. Hver og ein þeirra er hluti af mynd sem aldrei birtist áhorfandanum í heild sinni. Þar er annað falið lag upplýsinga, mynd sem innblásin er af grískum leirkerum af þremur gyðjum sem allar eru sigurgyðjan Nike.“

Þá lagði Anna Júlía (f. 1973) stund á myndlistarnám í ­Manchester School of Arts, ­Manchester Metropolitan University, Guildhall ­University og í Myndlistar- og handíðaskóla Íslands.