Íslandsmeistarar Fjölnis 2025 F.v.: Helgi Árnason liðsstjóri, Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson, Valery Kazakouski og Pulius Pultinevecius. Aftari röð fv.: Bragi Þorfinnsson, Sigurbjörn Björnsson, Kaido Kulaots, Tómas Björnsson og Tomas Laurusas.
Íslandsmeistarar Fjölnis 2025 F.v.: Helgi Árnason liðsstjóri, Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson, Valery Kazakouski og Pulius Pultinevecius. Aftari röð fv.: Bragi Þorfinnsson, Sigurbjörn Björnsson, Kaido Kulaots, Tómas Björnsson og Tomas Laurusas. — Ljósmynd/Hallfríður Sigurðardóttir.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Skákdeild Fjölnis vann sannkallaðan yfirburðasigur á Íslandsmóti skákfélaga sem lauk í Rimaskóla um síðustu helgi. Eins og verið hefur síðustu keppnistímabil tefldu sex efstu lið í efstu deildar tvöfalda umferð en eftir fyrri hluta keppninnar var…

Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákdeild Fjölnis vann sannkallaðan yfirburðasigur á Íslandsmóti skákfélaga sem lauk í Rimaskóla um síðustu helgi. Eins og verið hefur síðustu keppnistímabil tefldu sex efstu lið í efstu deildar tvöfalda umferð en eftir fyrri hluta keppninnar var alveg ljóst að ekkert lið myndu ógna Fjölnismönnum. Svo fór að Fjölnir vann allar viðureignir sínar og fékk því fullt hús stiga. Lokaniðurstaðan efstu deildar varð þessi:

1. Fjölnir 20 stig – 55½ v. (af 80) 2. KR 11 stig – 44 v. 3. TR 11 stig – 41½ v. 4. Breiðablik 10 stig – 38 v. 5. Taflfélag Vestmannaeyja 6 stig – 33 ½ v. 6. Taflfélag Garðabæjar 2 stig – 27½ v.

Víkingaklúbburinn sigraði í 1. deild eftir harða keppni við Skákfélag Akureyrar, Taflfélag Reykjavík c-sveit vann keppni 2. deildar, Dímon a-sveit vann 3. deildina og sigurvegari í 4. deild varð Skákfélag Íslands, a-sveit.

Allar helstu niðurstöður má svo finna á slóðinni: https://chess-results.com/tnr1021767.aspx?lan=1&art=0 .

Í sveit Fjölnis um helgina töldu þrír landsliðsmenn frá Litháen og einn frá Eistlandi. Þetta eru þrautreyndir skákmenn sem hafa nokkra reynslu af því að tefla í þýsku bundesligunni en að sögn Helga Árnasonar liðsstjóra finnst þeim ekki síðra að tefla á Íslandsmótinu hér á landi. Dagur Ragnarsson og Oliver Aron Jóhannesson eru báðir aldir upp hjá Fjölni og eru auk þess gamlir skólafélagar úr Rimaskóla.

Þar sem yfirburðir Fjölnis voru svo ótvíræðir sem raun ber vitni snerist spennan í efstu deild um fallbaráttuna. TV og Garðabær áttust þar við. Þegar seinni umferðin hófst tókst TV að leggja TR að velli, 4½:3½, og náði þar í mikilvæg stig. Að vísu unnu svo Garðbæingar óvæntan stórsigur á Blikum en í innbyrðis viðureign í 8. umferð hafði TV svo betur. Stóran þátt í velgengni TV átti Björn Þorfinnsson sem sneri hálftapaðri stöðu í sigur í eftirfarandi baráttuskák:

Íslandsmót skákfélaga 2024-25; 6. umferð:

Hannes Hlífar Stefánsson – Björn Þorfinnsson

Spænskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rge7
Afbrigði spænska leiksins sem hefur notið nokkurra vinsælda upp á síðkastið. Björn er ekki ókunnur því.

4. Rc3 Rg6 5. d4 exd4 6. Rxd4 Bc5 7. Be3 Rxd4 8. Bxd4 Bxd4 9. Dxd4 O-O 10. g3 d6 11. f4 a6 12. Be2 He8 13. O-O-O b5 14. h4!

Hvítur hefur siglt inn í mun betri stöðu án þess að hafa nokkuð fyrir því. En þótt ótrúlegt sé unir Björn sér oft ágætlega í svona stöðum.

14. … h6 15. Bf3 Hb8 16. e5 Be6 17. g4 b4 18. Re2?!

En hér var 18. Re4 nákvæmara.

18. … Rxh4?!

Hann gat jafnað taflið með 18. … dxe5.

19. Bc6!

19. … Hf8 20. f5 Hb6 21. De4? Dg5+ 22. Kb1 Rxf5 23. Hh5?
(Eftir 23. gxf5 á hvítur enn betri stöðu.)

23. … d5!

Skyndilega hefur taflið snúist við.

24. Bxd5 Bxd5 25. Hxd5 De3! 26. Dg2 Re7 27. Hd3 Dc5 28. Dh2 Hg6 29. Df4 Db6 30. Hdh3 De6 31. H5h4 f6 32. Dxb4 fxe5 33. Hh1 Rd5 34. Dc5 Dc6 35. Da3 Hgf6 36. Rc1 Hf3 37. c3 Hb8 38. Ka1 Re3 39. H4h2 De4 40. Dxa6 Rc2+ 41. Hxc2 Dxc2 42. Rb3 Dg2 43. De6+ Kh7 44. Hb1 Hf6 45. Dc4

Alls ekki 45. Dxe5 Hxb3! og vinnur.

45. … Hf4 46. Dd3+ Kh8 47. Rc5 Hf2 48. Ra4 Dxg4 49. Da6 De4 50. Rc5

50. …Hfxb2!

Hann hafði lengi beðið eftir þessum hnykk. Nú er 51. Hxb2 svarað með 51. …. De1+ og mátar. Hvítur gafst því upp.