Fuglarnir á Reykjavíkurtjörn eru vel fóðraðir árið um kring, þó reyndar geti verið hart í ári í mestu kuldatíðinni. Starfsmenn Reykjavíkur eru duglegir að mæta með afganga frá velviljuðum fyrirtækjum og veitingastöðum
Fuglarnir á Reykjavíkurtjörn eru vel fóðraðir árið um kring, þó reyndar geti verið hart í ári í mestu kuldatíðinni. Starfsmenn Reykjavíkur eru duglegir að mæta með afganga frá velviljuðum fyrirtækjum og veitingastöðum. Í þetta sinn voru pylsubrauð í boði en þó ekki með öllu, enda pylsurnar ekki það besta fæði sem fuglum er hollt að éta. Öðru gildir um brauðmeti margskonar sem vinsælt er að gefa.