Akureyringar KA-konur fagna sigrinum á Aftureldingu í Digranesi í gær.
Akureyringar KA-konur fagna sigrinum á Aftureldingu í Digranesi í gær. — Morgunblaðið/Eyþór
HK og KA mætast í bikarúrslitum kvenna í blaki í dag, laugardag, eftir að þau unnu leiki sína í undanúrslitum í gær en leikið var í Digranesi, þar sem úrslitaleikirnir fara einnig fram. HK tryggði sér sætið í úrslitum með sigri á Álftanesi, 3:0 en allar þrjár hrinurnar voru nokkuð jafnar

HK og KA mætast í bikarúrslitum kvenna í blaki í dag, laugardag, eftir að þau unnu leiki sína í undanúrslitum í gær en leikið var í Digranesi, þar sem úrslitaleikirnir fara einnig fram.

HK tryggði sér sætið í úrslitum með sigri á Álftanesi, 3:0 en allar þrjár hrinurnar voru nokkuð jafnar. HK-ingar unnu hrinurnar 25:18, 25:19 og 25:20 og leikinn í leiðinni.

KA sigraði ríkjandi bikarmeistara Aftureldingar, 3:1, en liðin mættust í úrslitum í fyrra og þá hafði Afturelding betur.

Afturelding byrjaði betur og vann fyrstu hrinuna 25:21. Eftir það var komið að KA því Akureyrarliðið vann næstu þrjár hrinur, 25:21, 26:24 og 28:26. Fóru tvær síðustu hrinurnar í upphækkun í spennandi leik.

KA fær tækifæri til að verða tvöfaldur bikarmeistari því KA og Þróttur úr Reykjavík mætast í karlaflokki.