Samvinnuþýður Dani Filth, söngvari og leiðtogi enska öfgamálmbandsins Cradle of Filth, kannast alls ekki við að vera erfiður í samstarfi en mikil starfsmannavelta hefur verið í bandinu frá því það var stofnað 1991. Filth, sem er eini upprunalegi meðlimurinn, segir í samtali við Loud and Proud Italy að breytingar séu af hinu góða. Þess utan hafi hann aðeins rekið þrjá meðlimi gegnum tíðina og það var fyrir 20 árum eða svo. Hins vegar gefist margir upp enda sé það mikil skuldbinding að vera í hljómsveit og útheimti mikla vinnu og mikil ferðalög með tilheyrandi álagi á andlegu hliðina. Þá hafi sumir bandingjar tekið upp á þeim ósköpum að stofna fjölskyldu.