— Morgunblaðið/Karítas
Talsvert snjóaði um tíma í höfuðborginni í gær en á milli skein sólin og bræddi mestu fönnina. Vegfarendur létu ekki veðrið á sig fá og voru sumir við öllu búnir eins og má sjá á mynd þessari þegar regnhlíf var notuð til að verjast snjókomunni

Talsvert snjóaði um tíma í höfuðborginni í gær en á milli skein sólin og bræddi mestu fönnina. Vegfarendur létu ekki veðrið á sig fá og voru sumir við öllu búnir eins og má sjá á mynd þessari þegar regnhlíf var notuð til að verjast snjókomunni. Í dag eru líkur á að sólríkt veður verði á suðvesturhorninu en útlit er fyrir að það kólni í kvöld. Frost gæti mælst í tveggja stafa tölum þar sem kaldast verður á landinu.