Hjálmar Örn er ótrúlega hress eftir hjartaáfall sem hann fékk fyrir tæpri viku. Hann lýsti upplifuninni sem ógeðslegum sársauka, þar sem allt hefði verið í „slómó“ en hann ræddi um þessa eftirminnilegu lífsreynslu í Ísland vaknar í gær
Hjálmar Örn er ótrúlega hress eftir hjartaáfall sem hann fékk fyrir tæpri viku. Hann lýsti upplifuninni sem ógeðslegum sársauka, þar sem allt hefði verið í „slómó“ en hann ræddi um þessa eftirminnilegu lífsreynslu í Ísland vaknar í gær. Þar lýsti hann því hvernig hann hljóp sjálfur á móti sjúkrabílnum og reif af sér skyrtuna.
„Ég dó ekki, sko. Ég sá ekki ljósið eða JC,“ sagði Hjálmar kíminn og vísaði í frelsarann Jesú Krist. Hann [Hjálmar þ.e.a.s.] mun þrátt fyrir allt mæta í helgarþáttinn Bráðavaktina með Evu Ruzu í dag, laugardag. Fylgstu með á K100.