80 ára Örn fæddist 9. mars 1945 og verður því áttræður á morgun. Hann er sonur Þrúðar Ólafsdóttur Briem kennara, f. 1908, d. 1974, og Þorvaldar Guðmundssonar, f. 1907, d. 1982, síðar bónda að Bíldsfelli í Grafningi.
Örn ólst upp í Kópavogi hjá móður sinni og tveimur systrum, Helgu og Rannveigu. Föðurmegin á Örn átta systkini, Guðríði, Guðmund, Pétur, Sigurð, Árna, Rósu, Þorstein og Guðmund Öfjörð.
Örn lærði rafvirkjun ungur maður og hefur starfað við það alla tíð síðan. Lengst af starfaði Örn hjá Landsvirkjun og Landsneti og síðan hann lét af störfum sökum aldurs hefur hann haldið áfram að sinna rafvirkjastörfum og ýmiss konar aðstoð við vini, ættingja og þá sem á þurfa að halda.
Örn hefur verið í hestamennsku um árabil og síðustu árin hefur hann verið að byggja sér hesthús í hesthúsahverfi Spretts í Kópavogi.
Helstu áhugamál Arnar eru mannúðarmál og umhverfismál og hefur hann varið stærstum hluta af frítíma sínum og fjármunum í þágu þessara mála. Nú síðast hefur hann látið málefni fólks frá Úkraínu og Gasa sig miklu varða.
Börn Helgu og Rannveigar ætla að fagna þessum tímamótum með Erni í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal sunnudaginn 9. mars kl. 15-18 og eru allir vinir hans velkomnir.
Gjafir eru afþakkaðar en styrkja má UNICEF í nafni Arnar, kt. 481203-2950, reikn.nr. 701-26-102020.