Norður ♠ 74 ♥ ÁG4 ♦ 642 ♣ DG865 Vestur ♠ 632 ♥ 876 ♦ Á1075 ♣ 1073 Austur ♠ ÁD1085 ♥ D10932 ♦ KD8 ♣ – Suður ♠ KG9 ♥ K5 ♦ G93 ♣ ÁK942 Suður spilar 3G

Norður

♠ 74

♥ ÁG4

♦ 642

♣ DG865

Vestur

♠ 632

♥ 876

♦ Á1075

♣ 1073

Austur

♠ ÁD1085

♥ D10932

♦ KD8

♣ –

Suður

♠ KG9

♥ K5

♦ G93

♣ ÁK942

Suður spilar 3G.

Það virðist auðvelt að hnekkja 3G í spilinu að ofan, vörnin á einn slag á ♠Á og fjóra slagi á tígul. En stundum er ekki allt sem sýnist.

Spilið kom fyrir nýlega í leik í dönsku deildakeppninni og sagnir gengu eins við bæði borð: austur opnaði á 1♠, suður sagði 1G og norður lyfti í 3G. Út kom spaði og sagnhafi fékk fyrsta slaginn á gosann þegar austur setti tíuna. Við annað borðið tók sagnhafi nú fimm sinnum lauf og reyndi hjartasvíningu sem ekki gekk og vörnin tók fjóra slagi á tígul og spaðaás, tveir niður.

Við hitt borðið sat Martin Schaltz í suður og hann spilaði laufi á drottningu í öðrum slag og tók svo í hornin á bola þegar hann spilaði tígli úr borði. Austur hefði betur stungið upp háspili en þegar hann lét lítið varð vestur að drepa gosa suðurs með ás, tígullinn var stíflaður og Martin gat brotið 9. slaginn á spaða.