Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í tólf mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gaf út ákæru á hendur konunni, Jessicu Sandoval Perez, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa laugardaginn 14. desember 2024 staðið að innflutningi á samtals 931,13 grömmum af kókaíni, með styrkleika 59-69%, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.
Fíkniefnin flutti Perez til Íslands sem farþegi með flugi
frá Madríd á Spáni. Hún hafði efnin falin brjóstahaldara og nærbuxum sem hún var klædd í. Konan játaði brot sitt án undandráttar við þingfestingu málsins.