Í ár erum við með vel rúmlega 6.000 titla sem skiptast þannig að um 30 prósent eru skáldverk, 30 prósent fræði- og handbækur og 40 prósent barnabækur,“ segir Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda. „Á síðasta ári seldum við rétt rúmlega 100.000 bækur á 18 dögum. Við vonumst til þess að slá það met í ár, takmarkið í ár er að selja 105.000 bækur. Þess vegna hvetjum við landsmenn til þess að rýma náttborðin, pússa lesgleraugun og líta í heimsókn á Bókamarkaðinn í Holtagörðum, einn elsta og skemmtilegasta markað landsins.“
Bókamarkaðurinn var fyrst haldinn árið 1952 og hefur verið rekinn árlega nær óslitið síðan í rúm 70 ár. Markaðurinn er opinn alla daga milli kl. 10 og 20. Honum lýkur 16. mars.