Styrkir Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, í fremstu röð, ásamt fulltrúum styrkþega.
Styrkir Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, í fremstu röð, ásamt fulltrúum styrkþega.
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, veitti styrki í vikunni til félagasamtaka sem starfa á málefnasviði félags- og velferðarmála, alls um 180 milljónir kr. Veittir voru 17 styrkir til reksturs og fjölbreyttra verkefna sem varða m.a

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, veitti styrki í vikunni til félagasamtaka sem starfa á málefnasviði félags- og velferðarmála, alls um 180 milljónir kr. Veittir voru 17 styrkir til reksturs og fjölbreyttra verkefna sem varða m.a. málefni eldri borgara, málefni fatlaðs fólks, fátækt og félagslega einangrun.

Auglýst var eftir umsóknum um styrki og var bæði hægt að sækja um verkefnastyrki og rekstrarstyrki.

Hefð hefur skapast fyrir því að valdir styrkþegar kynni verkefnin sem þeir hljóta styrk fyrir. Að þessu sinni kynnti Guðmundur Ingi Þóroddsson frá Afstöðu, félagi fanga, starfsemi samtakanna en þau fagna 20 ára afmæli á þessu ári.

Stærstu einstöku styrkina fékk Hjálparstarf kirkjunnar, eða 21,6 milljónir. Næst kom Blindrafélagið með 17 milljónir. Þrenn samtök fengu 15 milljónir hver, þ.e. Geðhjálp, Þroskahjálp, og Félag heyrnarlausra.