Siggi Strokkvartettinn.
Siggi Strokkvartettinn.
Síðustu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins á starfsárinu 2024-2025 fara fram á morgun, sunnudaginn 9. mars, í Norðurljósum Hörpu og hefjast kl. 16. Þá leikur Strokkvartettinn Siggi verk eftir Beethoven og Sjostakovítsj auk nýrra verka eftir Úlfar Inga Haraldsson og Unu Sveinbjarnardóttur

Síðustu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins á starfsárinu 2024-2025 fara fram á morgun, sunnudaginn 9. mars, í Norðurljósum Hörpu og hefjast kl. 16. Þá leikur Strokkvartettinn Siggi verk eftir Beethoven og Sjostakovítsj auk nýrra verka eftir Úlfar Inga Haraldsson og Unu Sveinbjarnardóttur. Tónleikar kvartettsins eru í tilkynningu sagðir hafa vakið athygli fyrir fersk efnistök og breidd í verkefnavali. Miða á tónleikana má fá í miðasölu Hörpu en skráning í klúbbinn fer fram á kammer.is. Með þessum tónleikum lýkur hlutverki þeirrar stjórnar Kammermúsíkklúbbsins sem hefur skipulagt og undirbúið tónleikahaldið fram til þessa og á rætur allt til upphafsins árið 1957 og ný stjórn tekur við.