Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur heimaleiki sína við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni í næsta mánuði á Þróttaravelli. Vegna framkvæmda á Laugardalsvelli, sem verður ekki leikfær fyrr en í júní, þarf að leita annarra lausna
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur heimaleiki sína við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni í næsta mánuði á Þróttaravelli. Vegna framkvæmda á Laugardalsvelli, sem verður ekki leikfær fyrr en í júní, þarf að leita annarra lausna. Í frétt á heimasíðu KSÍ kemur fram að vonir standi til að hægt verði að leika síðasta heimaleik liðsins í Þjóðadeildinni gegn Frökkum á Laugardalsvelli 3. júní. Gangi það ekki eftir verður hann einnig leikinn á heimavelli Þróttar.