Höfundur Mark White er höfundur White Lotus.
Höfundur Mark White er höfundur White Lotus. — AFP/Chanakarn Laosarakham
Dramatíska gamanserían White Lotus hefur með fyrri þáttaröðum veitt áhorfendum innsýn í ljótari hlið peninga og forréttinda, en með nýjustu þáttaröðinni er áhorfendunum ögrað meira en áður. Þáttaröðin er ekki komin út í heild sinni en útgefnir…

Magnea Marín Halldórsdóttir

Dramatíska gamanserían White Lotus hefur með fyrri þáttaröðum veitt áhorfendum innsýn í ljótari hlið peninga og forréttinda, en með nýjustu þáttaröðinni er áhorfendunum ögrað meira en áður.

Þáttaröðin er ekki komin út í heild sinni en útgefnir þættir eru spegilmynd stéttaskiptingar, forréttinda og tómra loforða um lúxuslíf. Kafað er inn í glitrandi en hnignandi heim milljónamæringa og skarpt auga White fyrir mannlegum göllum og samfélagslegum áskorunum er meira áberandi en í fyrri þáttaröðum.

Þáttaröðin, sem gerist á nýjum framandi stað, heldur enn formúlunni um blöndun húmors og ótta en þó fyrri þáttaraðir hafi „whodunit“-undirtón snýst raunverulegi leyndardómurinn ekki lengur bara um hvaða ríki gestur muni mæta hörmulegum endalokum, heldur hvernig gjörðir þessara persóna afhjúpa brotalöm kerfis sem umbunar þeim statt og stöðugt, jafnvel þótt þær valdi öðrum skaða.

Snilld þáttarins felst í því hvernig áhorfendum er aldrei leyft að líta í burtu frá ringulreiðinni sem þessar persónur viðhalda, sem gerir fall þeirra að lokum enn ánægjulegra – hægfara, óumflýjanleg hnignun félagslegrar uppbyggingar sem þrifist hefur á ójöfnuði.

Höf.: Magnea Marín Halldórsdóttir