Í lát Listaverk eftir Kristínu Elvu.
Í lát Listaverk eftir Kristínu Elvu.
Sýningin Í lát, með verkum Kristínar Elvu Rögnvaldsdóttur, stendur nú yfir í Mjólkurbúðinni á Akureyri. Segir í tilkynningu að sýningin verði opin í dag og á morgun, þann 8

Sýningin Í lát, með verkum Kristínar Elvu Rögnvaldsdóttur, stendur nú yfir í Mjólkurbúðinni á Akureyri. Segir í tilkynningu að sýningin verði opin í dag og á morgun, þann 8. og 9. mars, frá 14 til 17. Þá samanstandi verkin á sýningunni af teikningum á pappír og skúlptúrum úr timbri og gifsi og séu unnin út frá hversdagslegum heimilishlutum sem finnist á heimili listamannsins, eins og pottaplöntum, flöskum, krukkum, umbúðum og öðrum algengum ílátum.