— Morgunblaðið/Eyþór
Gerður Arinbjarnardóttir, jafnan kennd við Blush, tók við tvennum verðlaunum á íslensku auglýsingaverðlaununum Lúðrinum í gær. Verðlaunin voru veitt samstarfi Blush og Sorpu í flokkunum hljóðauglýsingar og umhverfisauglýsingar

Gerður Arinbjarnardóttir, jafnan kennd við Blush, tók við tvennum verðlaunum á íslensku auglýsingaverðlaununum Lúðrinum í gær. Verðlaunin voru veitt samstarfi Blush og Sorpu í flokkunum hljóðauglýsingar og umhverfisauglýsingar. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við ÍMARK, sam­tök markaðs- og aug­lýs­inga­fólks, og Sam­band ís­lenskra aug­lýs­inga­stofa. Aug­lýs­inga­stof­an Kon­tór fékk flest verðlaun, alls fjóra lúðra. Þrír af lúðrum Kon­tórs voru fyr­ir hönd Kringl­unn­ar en þeir voru í flokki kvik­myndaðrar aug­lýs­ing­ar styttri, prentaug­lýs­ing­ar og her­ferða. Auglýsingastofan Brandenburg fékk þrjá lúðra en Hvíta húsið og Hér og nú fengu sína tvo hvort.