Vöruviðskipti
Vöruviðskipti — AFP
Halli af viðskiptum við útlönd á fjórða ársfjórðungi síðasta árs mældist 92 milljarðar króna. Kemur þetta fram í gögnum Seðlabankans. Tilgreint er í Hagsjá, greiningardeild Landsbankans, að hallinn á fjórða ársfjórðungi skýrist nær eingöngu af…

Halli af viðskiptum við útlönd á fjórða ársfjórðungi síðasta árs mældist 92 milljarðar króna. Kemur þetta fram í gögnum Seðlabankans. Tilgreint er í Hagsjá, greiningardeild Landsbankans, að hallinn á fjórða ársfjórðungi skýrist nær eingöngu af miklum halla af vöruviðskiptum sem hafi numið 104 milljörðum króna. Í greiningunni kemur fram að viðsnúningur milli þriðja og fjórða ársfjórðungs sé ekki óalgengur, þar sem háannatími ferðaþjónustunnar standi yfir á þeim þriðja. Hallinn hafi hins vegar ekki mælst meiri á einum fjórðungi svo langt sem gögn Seðlabankans ná, eða aftur til ársins 1995.