Fossvogur Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir leikur með Víkingum í sumar.
Fossvogur Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir leikur með Víkingum í sumar. — Ljósmynd/Víkingur
Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er gengin til liðs við Víking úr Reykjavík en hún skrifaði undir tveggja ára samning í Fossvoginum. Þórdís, sem er 31 árs gömul, kemur til félagsins frá Val en hún hefur einnig leikið með Breiðabliki,…

Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er gengin til liðs við Víking úr Reykjavík en hún skrifaði undir tveggja ára samning í Fossvoginum. Þórdís, sem er 31 árs gömul, kemur til félagsins frá Val en hún hefur einnig leikið með Breiðabliki, Stjörnunni, Þór/KA og KR hér landi, sem og Älta og Kristianstad í Svíþjóð. Alls á hún að baki 149 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað 30 mörk. Hún varð Íslandsmeistari með Val árið 2022.