Jónas fæddist 9. mars 1930 á Ystafelli í Köldukinn, S-Þing. Foreldrar hans voru hjónin Jón Sigurðsson, f. 1889, d. 1969, og Sigfríður Helga Friðgeirsdóttir, f. 1893, d. 1972. Jónas lauk stúdentsprófi frá MA 1952 og búfræðinámi frá Hólum 1953

Jónas fæddist 9. mars 1930 á Ystafelli í Köldukinn, S-Þing. Foreldrar hans voru hjónin Jón Sigurðsson, f. 1889, d. 1969, og Sigfríður Helga Friðgeirsdóttir, f. 1893, d. 1972.

Jónas lauk stúdentsprófi frá MA 1952 og búfræðinámi frá Hólum 1953. Hann lauk meistaranámi frá landbúnaðarháskólanum að Ási í Noregi 1957 og stundaði framhaldsnám í jurtakynbótum og frærækt í Wales 1961-62.

Jónas kenndi við bændaskólann á Hvanneyri 1957-1963, starfaði sem sérfræðingur við Rannsóknarstofnun landbúnaðarins í Reykjavík 1963-1966 og var jarðræktarráðunautur Búnaðarfélags Íslands 1966-1971. Jónas var aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra 1971-1974, starfsmaður Búnaðarfélags Íslands 1974-1980 og búnaðarmálastjóri 1980-1995.

Jónas sat í og leiddi störf fjölda nefnda og sjóða innan landbúnaðarins. Hann var formaður Skógræktarfélags Íslands 1972-1981, ritstjóri: Freys 1974-1980, Handbókar bænda 1975-1980 og Búnaðarritsins 1981-1990.

Jónas var alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn 1973-1974.

Eiginkona Jónasar var Sigurveig Erlingsdóttur, f. 1935, d. 2015. Börn þeirra eru fjögur.

Jónas lést 24. júlí 2007.