Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Silfurbergi Hörpu annað kvöld, sunnudaginn 9. mars, kl. 20. Stjórnandi, útsetjari og höfundur hluta tónlistarinnar er Norðmaðurinn Geir Lysne. Í tilkynningu segir að hann sé „afar spennandi tónskáld og einn af …
Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Silfurbergi Hörpu annað kvöld, sunnudaginn 9. mars, kl. 20. Stjórnandi, útsetjari og höfundur hluta tónlistarinnar er Norðmaðurinn Geir Lysne. Í tilkynningu segir að hann sé „afar spennandi tónskáld og einn af eftirsóttustu big band-hljómsveitarstjórum samtímans“. Sérstakir gestir á tónleikunum eru söngkonan Ragnheiður Gröndal og gítarleikarinn Hilmar Jensson, en Lysne hefur útsett nokkur verka þeirra. Einnig verða flutt nokkur instrúmental verk eftir Lysne.