Fisksjúkdómanefnd veitti þrettán sinnum á síðasta ári heimild til lyfjameðferðar á tólf eldissvæðum gegn fiski- og laxalús.
„Hafrannsóknastofnun hefur bent á í umsögnum til Fisksjúkdómanefndar og Matvælastofnunar að stofnunin lýsi yfir áhyggjum sínum af áhrifum þessara lyfja á villt dýr – sérstaklega krabbadýr – í fjörðum þar sem lyfin eru notuð. Jafnframt er bent á að þessi villtu dýr séu mikilvæg í fæðuvef fjarðanna,“ segir Rakel Guðmundsdóttir, doktor í líffræði og sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun í umhverfismálum sjókvíaeldis og verkefnastjóri burðarþolsmats fjarða.
Hún vekur athygli á því að laxa- og fiskilýs séu krabbadýr líkt og mjög mörg dýr sem lifa í fjörðunum þar sem eldi er stundað.
Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að lyfin geta haft veruleg áhrif á rækjur og humra. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á mögulegum áhrifum lyfja á lífríki hafsins við Ísland. » 26