1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rge7 4. Rc3 Rg6 5. d4 exd4 6. Rxd4 Bc5 7. Be3 Rxd4 8. Bxd4 Bxd4 9. Dxd4 0-0 10. g3 d6 11. f4 a6 12. Be2 He8 13. 0-0-0 b5 14. h4 h6 15. Bf3 Hb8 16. e5 Be6 17. g4 b4 18. Re2 Rxh4 19. Bc6 Hf8 20. f5 Hb6 21. De4 Dg5+ 22. Kb1 Rxf5 23. Hh5
Staðan kom upp í efstu deild Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla. Björn Þorfinnsson (2.377) hafði svart gegn Hannesi Hlífari Stefánssyni (2.444). 23. … d5! 24. Bxd5 Bxd5 25. Hxd5 De3! 26. Dg2 Re7 27. Hd3 Dc5 svartur er núna peði yfir og með unnið tafl. Um síðir náði hann að innbyrða vinninginn. Það er nóg um að vera í íslensku skáklífi, sem dæmi hefst Afmælismót Goðans 13. mars næstkomandi og í gær hófst Skákþing Garðabæjar – Skákhátíð Lagastoðar. Bæði þessi mót eru skipuð öflugum skákmönnum. Í dag hefst Íslandsmót barnaskólasveita.