ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Árbæjarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti Sólveig Sigurðardóttir, sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Öskudagssunnudagaskólinn kl. 13 í umsjón Ingunnar. Þórs, og Bjarma. Börnin mæti í búningum, kötturinn sleginn úr tunnunni.
ÁSKIRKJA | Messa kl. 13. Þorgils Hlynur Þorbergsson, cand. theol., prédikar. Séra Sigurður Jónsson þjónar fyrir altari. Árnesingakórinn syngur. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Hressing eftir messu.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11 og sunnudagaskóli í safnaðarheimili. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Karen, séra Þorvaldur og Jónas Þórir leiða stundina. Guðsþjónusta kl. 13. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris. Séra Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Guðspjall dagsins fjallar um er djöfullinn freistaði Jesú.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Karlakór Kópavogs leiða sönginn undir stjórn Kristjáns Hrannars Pálssonar organista. Sr. Alfreð Örn Finnsson þjónar. Íþrótta- og sunnudagaskóli kl. 11. Embla, Jakob og Sigríður Sól hafa umsjón. Súpa, grautur og samfélag í safnaðarheimili eftir stundirnar.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.
Hinn 13. mars er kvöldkirkjan kl. 20-22. Bænastund alla þriðjudaga kl. 12 og opið hús í framhaldinu. Bach-tónleikar öll þriðjudagskvöld kl. 20-20.30.
FELLA- og Hólakirkja | Dýrfirðingamessa kl. 14. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar, kór Dýrfirðinga syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur, organista. Kvöldmessa kl. 20. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 14. Séra Hjörtur Magni safnaðarprestur Fríkirkjunnar leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista. Fermingarungmenni og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti er Arngerður María Árnadóttir. Sunnudagaskóli er á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hafa Kristín Kristjánsdóttir djákni og Margrét Heba Atladóttir. Undirleikari Stefán Birkisson. Vörðumessa í Kirkjuseli kl. 13. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Vox Populi leiðir söng. Organisti Arngerður María Árnadóttir.
GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Kantor kirkjunnar, Ásta Haraldsdóttir, og kór Grensáskirkju leiða söfnuðinn í söng. Guðsþjónusta á Mörkinni kl. 14. Kristín Waage stjórnar tónlist og söng.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Leifur Ragnar Jónsson prestur þjónar fyrir altari og prédikar. Arnhildur Valsdóttir organisti og kór Guðríðarkirkju syngur. Lovísa Guðmundsdóttir er kirkjuvörður. Tinna Rós og Laufey sjá um sunnudagaskólann sem er á sama tíma í safnaðarheimilinu.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Kári Þormar og félagar úr Barbörukórnum syngja. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Kór Hallgrímskirkju syngja. Kristbjörg Katla Hinriksdóttir og Erlendur Snær Erlendsson sjá um barnastarfið.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11 í sal safnaðarheimilis á 2. hæð. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Arngerður María Árnadóttir. Kvartettinn Barbari syngur. Heitt á könnunni og djús í safnaðarheimilinu að messu lokinni.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Æðruleysismessa kl. 20. Hljómsveit kvöldsins skipa Gunnar Hrafnsson, kontrabassi, Jóhann Hjörleifsson, trommur, og Kristján Hrannar Pálsson, söngur og píanó. Sr. Alfreð Örn Finnsson þjónar.
Kaffi, molar og spjall eftir messu.
INNRA-Hólmskirkja | Kvöldmessa kl. 20. Kór Saurbæjarprestakalls syngur, organisti Zsuzsanna Budai. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar. Meðhjálpari Ragnheiður Guðmundsdóttir. Kaffi eftir messu.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Kl. 13. Almenn samkoma með lifandi prédikun, lofgjörð og fyrirbænum. Ragnar Schram prédikar. Kaffi að samverustund lokinni.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Kórinn leiðir söng undir stjórn Arnórs organista. Sr. Helga þjónar ásamt Guðrúnu og Stefáni messuþjónum. Grybos, Rut, Jón Ingi og Helga eru leiðtogar sunnudagaskólans. Boðið er upp á súpu og brauð í Kirkjulundi að athöfn lokinni.
Kirkjuselið í Spöng | Vörðumessa kl. 13. Kristín Kristjánsdóttir djákni þjónar. Vox Populi leiðir söng. Organisti Arngerður María Árnadóttir.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Elísu Elíasdóttur organista. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum. Sunnudagur kl. 16. Kór Kópavogskirkju syngur bænir og vers í Kópavogskirkju. Flytjendur eru kór Kópavogskirkju, Ólafía Línberg Jensdóttir sópran, Þórunn Elín Pétursdóttir sópran, Ester Ólafsdóttir píanó og orgel og Elísa Elíasdóttir fiðluleikari og stjórnandi.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11, léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Sunna Dóra Möller prestur þjónar við messuna og Sara Grímsdóttir leiðir sunnudagaskólann. Laufáskórinn syngur undir stjórn Agnesar Jórunnar Andrésdóttur og undirleik Magnúsar Ragnarssonar organista.
LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Sigurður Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Mótettukórinn syngur. Organisti er Kristín Jóhannesdóttir. Emma og Keli sjá um sunnudagaskólann á meðan. Kaffi í safnaðarheimilinu eftir stundina. Þar verður einnig flóamarkaður til styrktar barnafjölskyldum í Palestínu. Einnig er hægt að styrkja framtakið með því að leggja inn á reikning: 0702 15 030751 kt. 110784-2879
LÁGAFELLSKIRKJA | Mottumessa kl. 20. Góðir gestir kíkja í heimsókn sem verður auglýst síðar. Organisti: Árni Heiðar Karlsson ásamt Karlakór Kjalnesinga. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn leiðir stundina. Hressing í skrúðhúsi eftir messu.
Mörk kapella | Guðsþjónusta í umsjón Fossvogssóknar sunnudag klukkan 14 í kapellunni Mörk. Prestur er Sigríður Kristín Helgadóttir. Kristín Waage organisti og Kristinn Ómarsson leiða almennan safnaðarsöng.
NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Barnastarfið er á sínum stað. Kirkjukaffi á Torginu að messu lokinni. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Kl. 18 er umhverfisþing á Torginu í Neskirkju þar sem horft verður til sóknar og tækifæra á sviði vistmála.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Galdramessa kl. 14. Séra Pétur þjónar og sér um töfrabrögð. Vox Gosper töfrar fram ljúfa tóna undir stjórn Matthíasar kórstjóra. Eftir messu verður kaffisala til styrktar Bjargarsjóði. Vöfflur og rjómi. Ekki verður posi á staðnum en kaffið kostar 2.500 krónur fyrir fullorðna og þá er gott að hafa með sér pening.
Sandgerðiskirkja | Kvöldmessa kl. 20. Jakob Freyr Einarsson æskulýðsfulltrúi spilar undir almennum söng. Sunna Marie Völkel og Hafdís Sif Þórarinsdóttir útskrifast úr leiðtogaskólanum og taka þátt í messunni. Léttar veitingar eftir messu. Muffins til sölu eftir messu til styrktar ungmennunum á Landsmót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar (2000 kr. 10 stk.) enginn posi, bara peningar.
SELJAKIRKJA | Búninga-sunnudagaskóli kl. 11, Siggi Már og Bára leiða stundina og Tommi spilar undir á píanóið. Öskudagsbúningarnir velkomnir í kirkjuna! Þrumustuð fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 13, sr. Sigurður Már Hannesson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju syngur undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar organista.
SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Mengun í Reykjavíkurtjörn. Örn Sigurðsson arkítekt og Gunnar H. Gunnarsson verkfræðingur tala. Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Pálína Magnúsdóttir sér um sunnudagaskólann. Félagar úr Kammerkórnum syngja. Kaffiveitingar eftir athöfn í safnaðarheimilinu.
Á miðvikudag er morgunkaffi kl. 9, þjóðmálin rædd. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður á eftir.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur verður Solveig Lára Guðmundsdóttir, fyrrum vígslubiskup á Hólum. Organisti Jón Bjarnason. Kaffi eftir messu.
ÚTSKÁLAKIRKJA | Æskulýðs- og fjölskyldumessa kl. 17. Nemendur úr Tónskólanum í Garði flytja tónlist. Einnig er almennur söngur við undirleik Jakobs Freys Einarssonar æskulýðsfulltrúa. Brúður. Hrafnhildur Anna Ruth Vignisdóttir og Magnþóra Rós Guðmundsdóttir verða útskrifaðar úr leiðtogaskóla Þjóðkirkjunnar og taka þátt í messunni. Léttar veitingar eftir messu. Muffins til sölu eftir messu til styrktar ungmennunum á Landsmót ÆSKÞ (2.000 kr. 10 stk.), enginn posi.
VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu kl. 11. Messukaffi og litir á eftir. Messa með altarisgöngu kl. 11. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson predikar og þjónar fyrir altari. Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Fermingarungmenni og fjölskyldur eru sérstaklega hvött til að mæta og ganga til altaris fyrir fermingarnar. Messukaffi að lokinni athöfn.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjuferð Frímúrarastúkunnar Hamars í Hafnarfirði. Sr. Þorgeir Albert Elíesersson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Braga J. Ingibergssyni sóknarpresti og fleiri Hamarsbræðrum. Bjarni Atlason syngur einsöng við undirleik Sveins Arnars Sæmundssonar organista.
Messukaffi á eftir í boði Hamars í stúkuhúsinu að Ljósatröð.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Öskumessa og sunnudagaskóli kl. 17. Helga Kolbeinsdóttir prestur leiðir stundina. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Rafns Hlíðkvist. Sunnudagaskóli á sama tíma. Börnin mega koma í búningi.
ÞYKKVABÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Prestur er Solveig Lára Guðmundsdóttir fyrrum vígslubiskup á Hólum. Organisti er Guðjón Halldór Óskarsson.