„Hæ, krakkar, ég er komin aftur,“ gæti Lafði Gaga verið að segja við okkur hérna.
„Hæ, krakkar, ég er komin aftur,“ gæti Lafði Gaga verið að segja við okkur hérna. — AFP/Angela Weiss
Popp Bandaríska poppstirnið Lady Gaga, eða Lafði Gaga, eins og Hið íslenska royalistafélag kallar hana, sendi fyrir helgina frá sér sína áttundu breiðskífu og þá fyrstu í heil fimm ár. Mayhem kallast gripurinn, hvorki meira né minna, en ku þó ekki vera óður til samnefnds norsks svartmálmsbands

Popp Bandaríska poppstirnið Lady Gaga, eða Lafði Gaga, eins og Hið íslenska royalistafélag kallar hana, sendi fyrir helgina frá sér sína áttundu breiðskífu og þá fyrstu í heil fimm ár. Mayhem kallast gripurinn, hvorki meira né minna, en ku þó ekki vera óður til samnefnds norsks svartmálmsbands. Gaga vinnur með upptökustjórum á borð við Andrew Watt, Cirkut og Gesaffelstein á plötunni sem við eigum unnusta hennar, Michael Polansky, að þakka. „Hann sagði: Hjartað mitt, ég elska þig. Þú verður að gera poppmúsík,“ sagði hún við Variety.