Samtök áhugafólks um spilafíkn standa fyrir hádegisfundi á mánudag í samstarfi við hóp kennara og nemenda í Háskóla Íslands sem vilja að skólinn hætti rekstri spilakassa. Sem kunnugt er hefur Háskólinn frá árinu 1993 fjármagnað nýjar byggingar sínar og viðhald á þeim með rekstri spilakassa. Fundurinn er haldinn í aðdraganda rektorskjörs við skólann og er frambjóðendum í rektorskjörinu sérstaklega boðið á fundinn. Fundurinn fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins klukkan 12.20 á mánudag.
Meðal þeirra sem taka til máls á fundinum eru Heather Wardle, prófessor í félagsvísindum við Háskólann í Glasgow, og Lenya Rún Taha Karim, lögfræðingur og fyrrverandi stúdentaráðsliði.