Landsréttur hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað árið 2019. Maðurinn hafði verið sýknaður í héraði. Fram kemur í dómi Landsréttar að 21 mánuður dómsins sé bundinn skilorði
Landsréttur hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað árið 2019. Maðurinn hafði verið sýknaður í héraði. Fram kemur í dómi Landsréttar að 21 mánuður dómsins sé bundinn skilorði.
Í málinu var manninum, Ívari Gísla Vignissyni, gefin að sök nauðgun með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 14. júlí 2019, á heimili sínu, haft samræði og önnur kynferðismök við konu án hennar samþykkis.
Við ákvörðun refsingar var m.a. horft til verulegs dráttar sem orðið hafði á meðferð málsins.