„Ég hef í gegnum þetta ferli kynnst ungu fólki með langvarandi covid sem var mjög virkt í sínu lífi, uppi á fjöllum, hjólandi eða í ræktinni, sem er núna eins og það sé á síðasta æviskeiðinu og eru sum með göngugrind eða í hjólastól,“ segir Gunnar…

„Ég hef í gegnum þetta ferli kynnst ungu fólki með langvarandi covid sem var mjög virkt í sínu lífi, uppi á fjöllum, hjólandi eða í ræktinni, sem er núna eins og það sé á síðasta æviskeiðinu og eru sum með göngugrind eða í hjólastól,“ segir Gunnar Helgi Guðjónsson sem veiktist af langvarandi covid fyrir þremur árum.

Næsta laugardag, 15. mars, er alþjóðlegur vitundarvakningardagur langvarandi covid. Gunnar Helgi segir að verið sé að stofna félagasamtökin Ský til að berjast fyrir réttindum fólks með langvarandi covid.

Akureyrarklíníkin var stofnuð árið 2023 til að sinna fræðslu og ráðgjöf fyrir fólk með ME-taugasjúkdóminn, en hún sinnir einnig langvarandi covid sem hefur mjög svipuð einkenni.

Friðbjörn Sigurðsson, læknir á Akureyrarklíníkinni, segir að biðlistar séu orðnir langir og það þurfi að mæta þessum hóp betur, sem sé með eina mestu sjúkdómsbyrði allra sjúklinga. » 6