Auðvitað hefur maður eitthvað á samviskunni. Aðrir þó ábyggilega meira. Þá er réttast að saka þá um það, ásaka þá fyrir það. Og þá er tilvalið að nota orðasambandið að gefa e-m e-ð að sök

Auðvitað hefur maður eitthvað á samviskunni. Aðrir þó ábyggilega meira. Þá er réttast að saka þá um það, ásaka þá fyrir það. Og þá er tilvalið að nota orðasambandið að gefa e-m e-ð að sök. Gefa, ekki „gera“. „Mér var gefið það að sök að ég hefði tekið köttinn ófrjálsri hendi en ég hafði gert ráð fyrir ætluðu samþykki hans.“