Hönnunarverkefnið Vík Prjónsdóttir stendur á tvítugu í dag og verða því gerð skil í fyrirlestri í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar annað kvöld, þriðjudaginn 11. mars, klukkan 20. Segir í tilkynningu að teymið á bak við Vík Prjónsdóttur…
Hönnunarverkefnið Vík Prjónsdóttir stendur á tvítugu í dag og verða því gerð skil í fyrirlestri í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar annað kvöld, þriðjudaginn 11. mars, klukkan 20. Segir í tilkynningu að teymið á bak við Vík Prjónsdóttur hafi verið skipað þeim Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur, Brynhildi Pálsdóttur, Þuríði Rós Sigurþórsdóttur, Agli Kalevi Karlssyni og Hrafnkeli Birgissyni. Prjónavetur er röð stuttra sýninga og viðburða þar sem ljósi er m.a. varpað á prjónahönnun.